Rás 2 er fyrst og fremst íslenskt tónlistarútvarp. Hlustendum er kynnt ný tónlist og sérstaklega ný íslensk tónlist. Rúmlega helmingur tónlistarinnar á Rás 2 er íslensk og þar á grasrótin í íslensku tónlistarlífi sér athvarf. Rás 2 er mikilvægur hluti af menningarlífi landsmanna, tónlist, fréttum, dægurmálum og ekki síst viðburðum – Rás 2 leggur áheyrslu á að vera á staðnum, fyrir hlustendur.